Goodbye Bilbao...

Já nú kveðjum við þessa fallegu borg í fyrramálið, búnir að vera hér í 3 daga og skemmt okkur konunglega.  Fórum í gær á langan göngutúr um borgina, skoðuðum Guggenheim safnið, fórum í gamla hlutann og kíktum svo í Max center...sem er verslunarmiðstöð.  Í dag fórum við til San Sebastian og mæli ég með þeirri borg...ótrúlega falleg og sjarmerandi.  Þegar við komum um 10 leytið var slæða yfir borginni, sást ekki vel til sólar.  Gengum við því um borgina og fundum í elsta hverfinu þessa glæsilegu kirkju, gengum við inn í miðja messu og þvílíkt hvað þetta var flott allt saman.  Rétt á eftir kom þarna fjölskylda sem var að fara að skíra nýjustu viðbótina, öll dressuð upp í flottasta púss, skemmtileg upplifun.  Upp úr hádegi rættist heldur betur úr veðrinu, sólin skein og ekki ský á himniCool...skelltum við okkur því beint á ströndina, strippuðum og fórum skemmtilega rauðir, frekar appelsínugulir til baka...úfffBlush

Já gleymi alltaf að taka fram hverjir "við" erum...Þessi hópur stendur af mér og Magga, rúmenanum Gabríel sem fær alla til að hlæja m.a.s. fólk á borðum í kringum okkur, algjör gosi,ekkert bjórglas nógu stórt fyrir hann hehe.  Rússinn Sergeij sem er frekar fámáll en alveg eins og snýttur úr einhverri bók sem notuð er til að lýsa rússa, elskar vodka og það er enginn tími slæmur fyrir drykkjuJoyful dabraska dabrúska hehe...svo er það hann Dan Ghittis frá Ísrael...svakalega klár strákur, segi strákur þar sem hann er bara 25 ára gamall...við erum kallaðir krakkarnir í þessari ferð Grin fínt á meðan það endist hehe...Hann er túlkurinn okkar, mamma hans er frá brasilíu og pabbi frá kólumbíu og þau tala spænsku heima fyrir, ef hann hefði ekki verið í þessari ferð þá værum við örugglega enn að átta okkur á því hvar Bilbao erShocking.  Svo er annar gaur sem er reyndar ekki í ferðinni, kemur frá Suður Afríku, náði góðu sambandi við hann þar sem ég hef komið til SA...ekki svo sem frá miklu að segja um þennan mann nema það að nafnið hans er alveg einstaklega skemmtilegt eða Chris Maas...alltaf jólin hjá honum Wizard 

Jæja læt þetta duga... í fyrramálið förum við aftur til Onati á sama hótel og við vorum á og námskeiðin byrja strax um 9.  Fjörið búið í bili.

Takk fyrir kveðjurnar Sædís, mjög fínt að hafa svona fréttastofu beint í æð.  Kveðja Tommi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

ps afsakið ef það eru einhverjar málfræði/stafsetningavillur...er nánast að detta út af á sama tíma og ég skrifa þetta   GÓÐA NÓTT

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 24.6.2007 kl. 22:06

2 identicon

Kíktu endilega inná heimasíðuna hjá stráknum. Ætla að reyna að setja nokkrar myndir frá í dag.

Fórum í Baugakórinn eftir baðið í kvöld - vá gaman að geta bara notað sína eigin lykla :o)

Kv. Sædís

Sædís og Tómas Pálmar (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

cool takk fyrir það...Heyri í ykkur á morgun. Tommi

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 24.6.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband