halló aftur...

Jæja, var á námskeiði í allan dag...svaka fjör hehmm.  Byrjaði um 7:30 og var búið um 19:00 s.s. þetta er ekkert sældarlíf GetLost

En það er alltaf fínt á kvöldin...farið með okkur á fína veitingastaði upp í fjöllum...þar fáum við allt sem hugurinn girnist, steikur, vín og flotta eftirrétti allt í boði Ulma, EKKI SLÆMT!!  Svo á morgun þá förum við á námskeiðið um 8:30 leytið aftur...veit ekki hversu lengi það mun standa...en það er búið að panta bíl fyrir okkur kl 18 til að keyra okkur til Bilbao þar sem við ætlum að verja helginni.  Hlakka mikið til þar sem ég hef eingöngu heyrt fína hluti um þessa borg...

Annars ekki mikið annað að frétta, sitjum bara á námskeiði allan daginn...förum svo út að borða og svo í háttinn. 

Takk Sædís fyrir fréttirnar að heiman...virkilega spenntur fyrir því að koma "heim" og skoða nýja heimilið Wink og jú soldið spenntur að hitta ykkur líka hehehe...Greinilega nóg að gera hjá þér,  ég sendi þér bara andlegan stuðning og stórt KNÚS...vonandi finnurðu hjálp í því Happy  Knúsaðu strákinn í leiðinni ;o)

Heyri í ykkur þegar ég kem til Bilbao...Bestu kveðjur. Tommi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hér er alveg svakalega mikið að gera

Var í vinnunni til klukkan að verða 17 í dag en ég var á fundi á Fríkirkjuvegi 11 hjá Menntasviði vegna starfshóps um yngstu börn leikskólans. Svo var umferðin alltaf jafn skemmtileg á þessum tíma.

Fór þá beint uppí Baugakór og þar hitti ég hann Jón Gísla sem er annar eigandinn af byggingafélaginu. Hann var svakalega indæll eins og alltaf og lét mig fá lykla af íbúðinni, geymslunni og svo fjarstýringu af bílskýlinu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! Váááááááááá.

Mikið var þetta skemmtilegt. Það mun þó seinka aðeins afhendingunni en það gerir nú lítið til. Íbúðin er orðin stórglæsileg

Fór svo í INNX til Bigga og lét hann vita hvaða borðplötur við ætlum að hafa. Hann var hress eins og alltaf og lét mig fá útprenntun af teikningunum af innréttingunum. Þetta verður svaka flott.

Tómas Pálmar er svaka hress. Svakalega ánægður að amma er búin að sækja hann í leikskólann tvo daga í röð - gæti nú ekki verið betra. Hann fór í strætó með leikskólanum í dag í miðbæ Reykjavíkur og fékk ís og kleinu.

Hann fékk líka bókina Bílar frá Georg í Glitni og svo fékk hann líka Latabæjar handklæði - Svaka glaður.

Enn er allt í drasli hérna hjá okkur. Kannski verður bara allt við sama heygarðshornið þegar þú kemur til baka

Jæja ástin mín. Tíminn líður alveg svakalega hratt. Vika þar til þú kemur.

Elska þig  og skemmtið ykkur nú vel í Bilbao.

 Sædís

Eiginkonan og sonurinn (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband