Námskeiðið byrjað aftur...

Jæja gamanið búið og alvaran tekin við...sátum á námskeiði í allan dag, lærðum um Ulma flow pack vélar.  Svaka fínn gaur að nafni Mikel sem sá um þennan hluta, mjög hress og skemmtilegur.

Ég og Maggi fórum í langan göngutúr upp risa hæð hérna, vorum líklega tvo tíma...gengum upp þvílíkan bratta og hlupum svo niður...allir skornir eftir rósarunna á leiðinni, villtumst aðeins og fórum vitlausan slóða sem leiddi okkur bara í ógöngur heheFrown

Hittum tvo ameríkana hérna á hótelinu James og Rob, mjög almennilegir gaurar, fórum með þeim út að borða og gleymdum okkur aðeins, þess vegna blogga ég svona seint, kl er 00:30 núna.Sleeping syfjaður.  Hef þetta mjög stutt í bili, heyrði í stráknum og konunni áðan, fékk svaka sting í hjartað þegar guttinn sagði "ég elska þig pabbi" úfff langar heim núna og knúsa stráksa og auðvitað eiginkonuna líka InLoveWink  Þangað til næst...Kv Tommi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vorum að skoða Skandinavíubrandarana þína hér neðar á síðunni :) NO(R)WAY brandarinn góður ;) ...og því er við að bæta að "finn en fejl" bolurinn var ekki notaður lengi í Gautaborg (fékk að vísu einhvern stuðning frá Norðmönnum í Liseberg) ...og ekki þorað að nota hann síðan :/

Gaman að fylgjast með undirbúninginum fyrir flutningana!! ...og ferðinni.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Bjarki og Hrafnhildur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 17:36

2 Smámynd: Tómas Guðbjörn Þorgeirsson

Takk fyrir kvedjuna...

Thad var einmitt einn svíi hérna í ferdinni med okkur og hann hló ekkert of mikid thegar ég sagdi honum frá bolnum, allir adrir sprungu úr hlátri (eftir ad ég hafdi útskýrt fyrir theim forsoguna)  

Heyrumst, bid kaerlega ad heilsa!! Tommi

Tómas Guðbjörn Þorgeirsson, 28.6.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband