...enn einn dagurinn senn að líða undir lok...Vorum á námskeiði í allan dag, Mikel sá aftur um þennan hluta, bróðir hans átti að sjá um námskeiðið en verður líklega bara á morgun í staðinn. Fórum auðvitað út að borða í hádeginu á fínan fjallaveitingastað, þrírétta as usual, maður á eftir að koma mun ríkari heim en maður er í dag ( Ríkur = Feitur)
Erum einmitt að fara eitthvað núna um 8 leytið út að borða, ætlum allir saman ég, Maggi, Gabríel sem við Maggi þekkjum sem "Þetta er of mikið", Sergeij, Dan og Richard frá Svíðþjóð...Richard býr einmitt ekki langt frá Skövde eða "Höfde" eins og hann ber nafnið fram...hehehe
Stefni á að fara snemma í háttinn, verðum hérna í Onati á morgun og fyrri part fimmtudags, förum þá aftur til Bilbao, þurfum nefnilega að vera mættir eldsnemma til annars fyrirtækis þar í bæ...heitir það fyrirtæki Dibal sem framleiðir vogir osfrv...Jæja best að fara í sturtu, sjæna sig til og skella sér í matinn, heyrumst...Tommi
Athugasemdir
Hæ gæ.
Það er greinilega alveg kreisí að gera hjá ykkur, vá.
Í dag var bara þrusu gott veður hérna heima (greinilega ekki alveg á hverjum degi!!) en ég fór með krakkana mína á Krummalandi í gönguferð í Laugardalinn - svaka gaman.
Lennti svo í smá orðaskaki við aðstoðarleikskólastjórann en hvað um það - hún hefur nú hvort eð er allt á hornum sér og...
...svo er ég að hætta
Fórum svo í sund eftir leikskóla og sá stutti hringdi í ömmu sína og spurði hvort að hún vildi nú ekki koma með honum í sund og júhú þau komu bæði amma og afi með okkur í sund. Við fórum í "salalaugina" í Kópavogi. Renndi svo við á MC og keypti hamborgara fyrir stráksa og hann fékk Shrek leikfang með, sem vakti mikla lukku.
Er svo búin að vera að reyna að stoppa þessa rauðmaura sem langar endilega að búa hjá okkur (óóóóóóóóóóóóóóóóþþþþþþþþooooooooolllllaaannnnnddddiiiiii!!!!)
Svo úþaði afi einhverju nýju efni sem keypt var í dag í Garðheimum, eins gott að það virki takk fyrir.
Annars varð mér ljóst í dag þegar ég opnaði póstkassann að ég og við erum að verða íbúðareigendur!!! Mikið af reikningum ekki gaman
Annars hlakka ég bara til að knúsa eiginmanninn sem er búin að vinna sjúklega mikið síðustu vikur og borða meira að segja þriggja rétta máltíðir í hádeginu
Hlakka til að knúsa þig og kyssa sæti
Elska þig , Sædís.
Eiginkonan (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.