Jæja þá erum við komnir til Onati...Komum í gærkvöldi frekar seint og mjög þreyttir, fórum því beint í háttinn. Vöknuðum um átta í morgun og fórum fljótlega í morgunmat...í boði var brauð, jógúrt og nýkreistur appelsínusafi. Svo um 9 leytið sótti Gorka, einhver stjóri hjá Ulma, okkur og keyrði alla leið að verksmiðjunni sem var heila 250metra í burtu... Fengum að vita það að þetta yrði í fyrsta og síðasta skipti sem við yrðum sóttir á hótelið, þurfum s.s. að labba alla þessa leið í 25stiga hita úfff vorkennið þið mér ekki?? hehehe
Fórum s.s. á námskeið á nokkrum vélum í dag sem heldur svo áfram næstu daga...Kom okkur rosalega á óvart hversu svakalega stórt dæmi þetta Ulma fyrirtæki er!! 600 manns sem vinna fyrir fyrirtækið!!. Þegar við komum í bæinn þá sáum við huge verksmiðju merkt Ulma og fannst okkur þetta vera ansi stórt...nei nei...eftir því sem við keyrðum lengra inn í bæinn þá sáum við alltaf fleiri og fleiri verksmiðjur merktar Ulma...s.s. það eru svona 5 risa verksmiðjur hérna í þessum litla bæ, búa um 10.000 manns hérna.
Fengum svo ágætis kvöldmat hérna í boði Ulma, bjór- og eða rautt með að vild...s.s. fínasta fínt...auðvitað drakk ég nánast ekki neitt samt kórdrengurinn
Jæja læt þetta duga í bili...klukkan að verða eitt hjá mér að nóttu og langur dagur framundan...bið að heilsa öllum...
Sædís, kysstu strákinn fyrir mig...Elska ykkur svo heitt
Góða nótt
Athugasemdir
kórdrengurinn !!!
Gaman að geta fylgst með þér þarna á Spáni, þó við vildum nú heldur vera með þér.
Við fórum í leikskólann í dag en Tómas Pálmar var mjög þreyttur enda fór hann alltof seint að sofa í gær !!! Pabbi, allt í volli þegar þú ert ekki heima til að stjórna heimilislífinu ha !!!
Annars leið dagurinn alveg svakalega hratt. Amma sótti Tómas Pálmar í Hlíðarenda því að krakkinn hélt varla haus !!! Svakalegt !
Svo var ég 30-40 mínútur á leiðinni heim úr vinnunni, raðir alls staðar en ég var nú alveg róleg. Kveikti bara á útvarpinu, rúllaði niður rúðunni og opnaði sóllúguna á Subaru Tribeca jeppanum mínum
Skrapp svo í Bónus að gera smáinnkaup. Fór í nýju búðina sem INNX var að opna og hitti hann Bigga okkar þar. Valdi borðplötuna fyrir eldhúsið en fékk prufur fyrir baðherbergið okkar. V'A'A'A'A'A'A'A það er alveg að koma að þessu. Já, ég er að flytja í fyrsta skiptið á ævinni - ég sem hélt að ég yrði þrítug hjá mömmu
Annars fengum við boðskort í dag í brúðkaupið hjá Ingu Birnu og Helga Þór. Svakalega flott boðskort maður, vá. Ætla sko pottþétt að ramma það inn!
Í kvöld er ég búin að vera að baksa í þessu sem stendur til um helgina, þú veist
Jæja, ástin mín ég vona bara að þú saknir mín og okkar eins og við söknum þín. Njóttu samt verunnar á Spáni. Það er nú ekki á hverjum degi sem maður kemst frítt til Spánar og fær meira að segja dagpeninga .
Elska þig,
Frú Sædís
Sædís og Tómas Pálmar (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:46
Varð bara að óska þér til hamingju með HK sigurinn á KR.
Til hamingju áfram HK !!!
Sædís (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 23:50
Vildi bara segja þér að ég fékk lyklana í dag af Baugakórnum. En afhendingunni seinkar lítillega.
Knús og kossar ,
Eiginkonan með lyklavöldin
Eiginkonan (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 19:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.