Allt að gerast maður...

Jæja nú er sumarfríið búið og rútínan farin að kikka inn, vinna, æfa, vinna meira og já svo á ég fjölskyldu sem maður þarf víst að hugsa um annað slagið hehe. 

Fáum afhenta íbúðina í dag og sofum örugglega fyrstu nóttina í nótt.  Ég vildi flytja inn síðasta þriðjudag en nei það mátti ekki samkvæmt einhverjum kerlingabókum, þriðjudagur til þrautar...meira bullið.  Þess vegna varð föstudagurinn fyrir valinu, föstudagur til fjár eða frægðar eða eitthvað, whatever eins og ljóskan myndi segja.

Talandi um ljóskur þá er hér einn ljóskubrandari sem ég stal af annarri síðu:

Rúnar vörubílstjóri var að keyra upp Kringlumýrarbraut síðasta vetur.  Frostbarinn snjór lá yfir borginni.  Þegar Rúnar bíður á rauðu ljósi við gatnamót Suðurlandsbrautar bankar ljóska á bílhurðina.  Rúnar skrúfar niður rúðuna og ljóskan segir:
 

 - Hæ,  ég heiti Dísa.  Ég var að keyra á eftir þér.  Það datt hluti af hlassinu á bílnum þínum.

  Um leið kemur grænt ljós og Rúnar brunar áfram án þess að svara Dísu.  Hann þarf aftur að stoppa á rauðu ljósi við Miklubraut.  Aftur bankar Dísa á bílhurðina.  Þegar Rúnar skrúfar niður rúðuna segir hún:

 - Hæ, ég heiti Dísa.  Það datt aftur hluti af hlassinu á bílnum þínum.

  Enn kemur grænt ljós áður en Rúnar nær að svara.  Við næstu gatnamót stoppar Rúnar á rauðu ljósi.  Hann stekkur út úr bílnum.  Hleypur að bíl Dísu,  rífur þar upp hurðina og hrópar:

 - Hæ, ég heiti Rúnar.  Ég vinn við að dreifa salti á götur borgarinnar! 

Læt þetta duga í bili, farinn að æfa

Tommi

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband