Bleikt eða blátt áfram...

Ánægður með að Guðlaugur ætlar ekki að aðhafast frekar í þessu bleikbláa máli sem Kolbrún henti fram.  Vona að fólk fari að eyða meiri tíma í að reyna að leysa "raunveruleg" vandamál.

Annað...af hverju þarf alltaf alvarlegt slys til að menn bregðist við?...Nú er búið að setja bráðabirgða hraðahindrun við götuna þar sem litli strákurinn dó, hvað var það sem hindraði þá áður í að bregðast við beiðni íbúanna? Maður verður svo svekktur yfir svona, slys sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir.  Þetta kemur kannski þá í veg fyrir annað slys.

Læt þetta duga í bili...læt málshátt frá Sverri Stormsker fylgja..."hvers vegna að fresta til morguns, því sem hægt er að fresta lengur". og "oft byrjar homminn á öfugum enda" ;o) hehe


Ömurlegt...

...slysið þarna suður frá.  Greyið strákurinn að lenda í þessu, og fjölskyldan að þurfa að takast á við lífið án hans.

Ég og fjölskyldan vottum aðstandendum þessa drengs okkar dýpstu samúð.

 

 

 


Allt að gerast maður...

Jæja nú er sumarfríið búið og rútínan farin að kikka inn, vinna, æfa, vinna meira og já svo á ég fjölskyldu sem maður þarf víst að hugsa um annað slagið hehe. 

Fáum afhenta íbúðina í dag og sofum örugglega fyrstu nóttina í nótt.  Ég vildi flytja inn síðasta þriðjudag en nei það mátti ekki samkvæmt einhverjum kerlingabókum, þriðjudagur til þrautar...meira bullið.  Þess vegna varð föstudagurinn fyrir valinu, föstudagur til fjár eða frægðar eða eitthvað, whatever eins og ljóskan myndi segja.

Talandi um ljóskur þá er hér einn ljóskubrandari sem ég stal af annarri síðu:

Rúnar vörubílstjóri var að keyra upp Kringlumýrarbraut síðasta vetur.  Frostbarinn snjór lá yfir borginni.  Þegar Rúnar bíður á rauðu ljósi við gatnamót Suðurlandsbrautar bankar ljóska á bílhurðina.  Rúnar skrúfar niður rúðuna og ljóskan segir:
 

 - Hæ,  ég heiti Dísa.  Ég var að keyra á eftir þér.  Það datt hluti af hlassinu á bílnum þínum.

  Um leið kemur grænt ljós og Rúnar brunar áfram án þess að svara Dísu.  Hann þarf aftur að stoppa á rauðu ljósi við Miklubraut.  Aftur bankar Dísa á bílhurðina.  Þegar Rúnar skrúfar niður rúðuna segir hún:

 - Hæ, ég heiti Dísa.  Það datt aftur hluti af hlassinu á bílnum þínum.

  Enn kemur grænt ljós áður en Rúnar nær að svara.  Við næstu gatnamót stoppar Rúnar á rauðu ljósi.  Hann stekkur út úr bílnum.  Hleypur að bíl Dísu,  rífur þar upp hurðina og hrópar:

 - Hæ, ég heiti Rúnar.  Ég vinn við að dreifa salti á götur borgarinnar! 

Læt þetta duga í bili, farinn að æfa

Tommi

 


Kominn heim JIBBÍ....

Jæja kominn heim frá Bilbao, rosalega ánægður með það!!  Ferðalagið byrjaði í raun á fimmtudag, fórum frá Onati um kvöldmatarleytið eftir mikla törn hjá Ulma...Komum á hótelið um 9 leytið, fengum okkur í gogginn og svo í háttinn...Daginn eftir vorum við sóttir kl 8:30 frá starfsmanni Dibal sem er annar birgi sem PMT er með og vorum við hjá þeim á námskeiði til um 13:00, þá áttum við hádegisfund með aðila frá enn öðru fyrirtækinu, Rochman.  Sátum við að snæðingi frá svona 13:30 til að að verða 15:00, mjög fínt allt saman.

Eftir þetta áttum við smá break...kíktum á nokkrar búðir og svoleiðis áður en við þurftum að vera mættir upp á flugvöll til að ná vél til London...Komum seint um kvöldið til London, fengum okkur einn öllara fyrir háttinn...flugum svo til Íslands um 11:00 og komnir heim fyrir 14:00 í dag...mjög fínt flug, allt gekk að óskum.Wink

Sædís og Tómas Pálmar sóttu mig og komu mér á óvart með að fara heim í Baugakórinn fyrst, Sædís komin með lyklana, þar hafði hún komið fyrir borði og stólum í bakgarðinum og keypt bakkelsi osfrv...þvílíkt flott hjá henni og stráknum...svo skemmdi nú ekki fyrir veðrið, glampandi sól og blíða, held að Sædís hafi staðið fyrir því líka heheWizard  Doddi félagi minn og Harpa kærastan hans voru á sama augnabliki að skoða sín nýju híbýli (flytja inn á mánudag.) sem er beint fyrir framan íbúðarhúsið okkar, kíktu þau auðvitað í smá kaffi, fyrsta kaffið sem við höfum í nýja húsinu Joyful

Komum svo hingað í Fjarðarselið þar sem stráksi var orðinn svo spenntur fyrir öllu dótinum sem pabbi hans hafði keypt...Reif upp töskuna alveg af spenningi. Núna er tengdó að grilla fyrir okkur "slef" þannig að læt þetta duga for now...

Kv. Tommi

 


Bilbao aftur...;o)

Komnir til Bilbao aftur...hittum á Dibal sérfraedingana (ekki íslenskir stafir hér)...á morgun.  Var alveg svakalega fínt vedur í Onati í dag, sól og blída. 

Forum svo eftir thessa fundi beint í flugvél til London, svo thad styttist svakalega í ad komast heim, get ekki bedid eftir ad sjá lidid aftur, Laet thetta duga í bili...erum á leid í mat hehe eins og alltaf Whistling

Hlakka til ad sjá ykkur!!! kv Tommi


Tíminn líður...

...enn einn dagurinn senn að líða undir lok...Vorum á námskeiði í allan dag, Mikel sá aftur um þennan hluta, bróðir hans átti að sjá um námskeiðið en verður líklega bara á morgun í staðinn.  Fórum auðvitað út að borða í hádeginu á fínan fjallaveitingastað, þrírétta as usual, maður á eftir að koma mun ríkari heim en maður er í dag ( Ríkur = Feitur)Blush

 Erum einmitt að fara eitthvað núna um 8 leytið út að borða, ætlum allir saman ég, Maggi, Gabríel sem við Maggi þekkjum sem "Þetta er of mikið", Sergeij, Dan og Richard frá Svíðþjóð...Richard býr einmitt ekki langt frá Skövde eða "Höfde" eins og hann ber nafnið fram...hehehe

Stefni á að fara snemma í háttinn, verðum hérna í Onati á morgun og fyrri part fimmtudags, förum þá aftur til Bilbao, þurfum nefnilega að vera mættir eldsnemma til annars fyrirtækis þar í bæ...heitir það fyrirtæki Dibal sem framleiðir vogir osfrv...Jæja best að fara í sturtu, sjæna sig til og skella sér í matinn, heyrumst...Tommi

 

 


Námskeiðið byrjað aftur...

Jæja gamanið búið og alvaran tekin við...sátum á námskeiði í allan dag, lærðum um Ulma flow pack vélar.  Svaka fínn gaur að nafni Mikel sem sá um þennan hluta, mjög hress og skemmtilegur.

Ég og Maggi fórum í langan göngutúr upp risa hæð hérna, vorum líklega tvo tíma...gengum upp þvílíkan bratta og hlupum svo niður...allir skornir eftir rósarunna á leiðinni, villtumst aðeins og fórum vitlausan slóða sem leiddi okkur bara í ógöngur heheFrown

Hittum tvo ameríkana hérna á hótelinu James og Rob, mjög almennilegir gaurar, fórum með þeim út að borða og gleymdum okkur aðeins, þess vegna blogga ég svona seint, kl er 00:30 núna.Sleeping syfjaður.  Hef þetta mjög stutt í bili, heyrði í stráknum og konunni áðan, fékk svaka sting í hjartað þegar guttinn sagði "ég elska þig pabbi" úfff langar heim núna og knúsa stráksa og auðvitað eiginkonuna líka InLoveWink  Þangað til næst...Kv Tommi


Goodbye Bilbao...

Já nú kveðjum við þessa fallegu borg í fyrramálið, búnir að vera hér í 3 daga og skemmt okkur konunglega.  Fórum í gær á langan göngutúr um borgina, skoðuðum Guggenheim safnið, fórum í gamla hlutann og kíktum svo í Max center...sem er verslunarmiðstöð.  Í dag fórum við til San Sebastian og mæli ég með þeirri borg...ótrúlega falleg og sjarmerandi.  Þegar við komum um 10 leytið var slæða yfir borginni, sást ekki vel til sólar.  Gengum við því um borgina og fundum í elsta hverfinu þessa glæsilegu kirkju, gengum við inn í miðja messu og þvílíkt hvað þetta var flott allt saman.  Rétt á eftir kom þarna fjölskylda sem var að fara að skíra nýjustu viðbótina, öll dressuð upp í flottasta púss, skemmtileg upplifun.  Upp úr hádegi rættist heldur betur úr veðrinu, sólin skein og ekki ský á himniCool...skelltum við okkur því beint á ströndina, strippuðum og fórum skemmtilega rauðir, frekar appelsínugulir til baka...úfffBlush

Já gleymi alltaf að taka fram hverjir "við" erum...Þessi hópur stendur af mér og Magga, rúmenanum Gabríel sem fær alla til að hlæja m.a.s. fólk á borðum í kringum okkur, algjör gosi,ekkert bjórglas nógu stórt fyrir hann hehe.  Rússinn Sergeij sem er frekar fámáll en alveg eins og snýttur úr einhverri bók sem notuð er til að lýsa rússa, elskar vodka og það er enginn tími slæmur fyrir drykkjuJoyful dabraska dabrúska hehe...svo er það hann Dan Ghittis frá Ísrael...svakalega klár strákur, segi strákur þar sem hann er bara 25 ára gamall...við erum kallaðir krakkarnir í þessari ferð Grin fínt á meðan það endist hehe...Hann er túlkurinn okkar, mamma hans er frá brasilíu og pabbi frá kólumbíu og þau tala spænsku heima fyrir, ef hann hefði ekki verið í þessari ferð þá værum við örugglega enn að átta okkur á því hvar Bilbao erShocking.  Svo er annar gaur sem er reyndar ekki í ferðinni, kemur frá Suður Afríku, náði góðu sambandi við hann þar sem ég hef komið til SA...ekki svo sem frá miklu að segja um þennan mann nema það að nafnið hans er alveg einstaklega skemmtilegt eða Chris Maas...alltaf jólin hjá honum Wizard 

Jæja læt þetta duga... í fyrramálið förum við aftur til Onati á sama hótel og við vorum á og námskeiðin byrja strax um 9.  Fjörið búið í bili.

Takk fyrir kveðjurnar Sædís, mjög fínt að hafa svona fréttastofu beint í æð.  Kveðja Tommi


halló aftur...

Jæja, var á námskeiði í allan dag...svaka fjör hehmm.  Byrjaði um 7:30 og var búið um 19:00 s.s. þetta er ekkert sældarlíf GetLost

En það er alltaf fínt á kvöldin...farið með okkur á fína veitingastaði upp í fjöllum...þar fáum við allt sem hugurinn girnist, steikur, vín og flotta eftirrétti allt í boði Ulma, EKKI SLÆMT!!  Svo á morgun þá förum við á námskeiðið um 8:30 leytið aftur...veit ekki hversu lengi það mun standa...en það er búið að panta bíl fyrir okkur kl 18 til að keyra okkur til Bilbao þar sem við ætlum að verja helginni.  Hlakka mikið til þar sem ég hef eingöngu heyrt fína hluti um þessa borg...

Annars ekki mikið annað að frétta, sitjum bara á námskeiði allan daginn...förum svo út að borða og svo í háttinn. 

Takk Sædís fyrir fréttirnar að heiman...virkilega spenntur fyrir því að koma "heim" og skoða nýja heimilið Wink og jú soldið spenntur að hitta ykkur líka hehehe...Greinilega nóg að gera hjá þér,  ég sendi þér bara andlegan stuðning og stórt KNÚS...vonandi finnurðu hjálp í því Happy  Knúsaðu strákinn í leiðinni ;o)

Heyri í ykkur þegar ég kem til Bilbao...Bestu kveðjur. Tommi

 


Smá fréttir...

Jæja þá erum við komnir til Onati...Komum í gærkvöldi frekar seint og mjög þreyttir, fórum því beint í háttinn.  Vöknuðum um átta í morgun og fórum fljótlega í morgunmat...í boði var brauð, jógúrt og nýkreistur appelsínusafi.  Svo um 9 leytið sótti Gorka, einhver stjóri hjá Ulma, okkur og keyrði alla leið að verksmiðjunni sem var heila 250metra í burtu...Smile  Fengum að vita það að þetta yrði í fyrsta og síðasta skipti sem við yrðum sóttir á hótelið, þurfum s.s. að labba alla þessa leið í 25stiga hita úfff vorkennið þið mér ekki?? hehehe Cool

Fórum s.s. á námskeið á nokkrum vélum í dag sem heldur svo áfram næstu daga...Kom okkur rosalega á óvart hversu svakalega stórt dæmi þetta Ulma fyrirtæki er!!  600 manns sem vinna fyrir fyrirtækið!!.  Þegar við komum í bæinn þá sáum við huge verksmiðju merkt Ulma og fannst okkur þetta vera ansi stórt...nei nei...eftir því sem við keyrðum lengra inn í bæinn þá sáum við alltaf fleiri og fleiri verksmiðjur merktar Ulma...s.s. það eru svona 5 risa verksmiðjur hérna í þessum litla bæ, búa um 10.000 manns hérna. 

Fengum svo ágætis kvöldmat hérna í boði Ulma, bjór- og eða rautt með að vild...s.s. fínasta fínt...auðvitað drakk ég nánast ekki neitt samt Halo kórdrengurinn

Jæja læt þetta duga í bili...klukkan að verða eitt hjá mér að nóttu og langur dagur framundan...bið að heilsa öllum...

Sædís, kysstu strákinn fyrir mig...Elska ykkur svo heitt HeartWink

Góða nótt Sleeping


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband